Skráning hafin í Þrasið
Skrifað af Geir Finnsson   
Þriðjudagur, 29. Maí 2012 15:04
Við viljum vekja athygli á því að skráning sé hafin í 'Þrasið 2012', ræðukeppni þar sem allir geta tekið þátt í sumar. Keppninni er svo lýst:  „Léttleikandi ræðukeppni í sumar þar sem gamlir keppendur, núverandi nördar og almenningur ruglar saman reitum sínum svo úr verður hágæðaskemmtun fyrir alla sem hafa gaman af ræðumennsku eða hafa of mikinn frítíma í sumar.

Þrasið verður haldið í Hinu Húsinu í miðbæ Reykjavíkur og er skráningarfrestur til 13. júní. Ráðgert er að fyrsta umferð hefjist viku seinna. Skráningar skulu sendast á netfang hópsins ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ). Í póstinum þurfa að koma fram nöfn liðsmanna og nafn liðsins, en þess má geta að hefðbundnar reglur MORFÍs eigi að mestu leyti við, svo keppendur eru fjórir í hverju liði.

Hér má nálgast Facebook síðu Þrassins:  https://www.facebook.com/thrasid2012